Stærsti viðskiptabanki Úkraínu, PrivatBank, hefur verið þjóðnýttur af úkraínska ríkinu til þess að vernda fjárhagslegan stöðugleika í landinu. Vandræði bankans snúa að slæmri lánastefnu bankans sem leiddi til fjárhagsvandræða. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Forseti Úkraínu, Petro Poroshenki, hefur fullvissað þá sem eiga innistæðu í bankanum að peningar innistæðueigenda séu í traustum höndum. Bankinn starfar óbreytt þrátt fyrir þjóðnýtinguna.

Seðlabankastjóri Úkraínu Valeria Gonatraeva sagði að þjóðnýtingin á PrivatBank væri eina mögulega leiðin til þess að bjarga úkraínska fjármálakerfinu. 20 milljónir Úkraínumanna stunda viðskipti við bankann, þar af 3,2 milljónir ellilífeyrisþega, 500 þúsund stúdenta og 1,6 milljón manns sem búa við bág kjör.