Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Úlfar Lúðvíksson, skrifstofustjóra sýslumannsembættisins í Reykjavík og staðgengil sýslumanns, sem sýslumann á Patreksfirði frá og með 15. júlí 2008.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði var skipaður sýslumaður í Keflavík þann 30. maí sl. frá og með sama tíma.

Þrjár umsóknir bárust um embættið. Auk Úlfars sóttu eftirtaldir um:

Sigríður Eysteinsdóttir, fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík

Þorsteinn Pétursson, fulltrúi á lögmannsstofu Skúla Bjarnasonar hrl.