*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 8. september 2012 18:25

Úlfar: Vörumerkið Toyota stærra en Magnús

Forstjóri Toyota segir vörumerkið Toyota sterkara en ósanngjörn umræða um Magnús Kristinsson, fyrrverandi eiganda Toyota.

Gísli Freyr Valdórsson
Úlfar Steindórsson, forstjóri og annar eigandi Toyota á Íslandi.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar eignuðust Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, og Kristján Þorbergsson, fjármálastjóri, 60% hlut í félaginu í fyrra en Hömlur, dótturfélag Landsbankans á enn um 40% hlut í félaginu.

Í stuttu máli má rifja upp að Toyota var áður í eigu Bergeyjar, eignarhaldsfélags í eigu Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestamannaeyjum. Magnús keypti umboðið af Páli Samúelssyni í desember 2005. Í kjölfari bankahrunsins haustið 2008 lentu félög í eigu Magnúsar í töluverðum vandræðum og í kjölfar uppgjörs við skilanefnd Landsbankans yfirtók bankinn rekstur Toyota á Íslandi sem og rekstur fleiri rekstrarfélaga sem áður voru í eigu Magnúsar, s.s. Sólningu, Domino’s og fleiri félög.

í ítarlegu viðtalið við Viðskiptablaðið var Úlfar m.a. spurðu að því hvort hann teldi að eignarhald Magnúsar Kristinssonar og mikil umsvif hans á árunum fyrir hrun hafi skaðað orðspor Toyota?

„Við upplifum ekki að eignarhald Magnúsar hafi skaðað orðspor Toyota, en að sjálfsögðu tengdist umræðan um Magnús stöðu hans félaginu,“ segir Úlfar.

„Hugsanlega hafa einhverjir á einhverjum tímapunkti sett neikvæða umræðu um Magnús og hans mál í samhengi við Toyota. Til lengri tíma litið er vörumerkið Toyota sterkara en ósanngjörn dægurmálaumræða um einstakling eins og Magnús.“

 

Nánar er rætt við Úlfar í viðtali í Viðskiptablaðinu. Þar fer hann yfir kaupin á fyrirtækinu, bílamarkaðinn á Íslandi, það sem margir vilja kalla dýrar þjónustuskoðanir auk þess sem hann svarar spurningum um gengismál og aðstæður í atvinnulífinu almennt. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is