Á undanförnum tveimur árum hefur 1.700 m.kr. verið varið til verndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Aldrei hafa jafn miklir fjármunir verið settir í þennan málaflokk. Tæpar  500 milljónir hafa komið frá gistináttaskatti en 1.230 milljónir hafa komið í gegnum sérstakar úthlutanir ríkisstjórnarinnar árin 2014 og 2015. Um 1.200 milljónir króna liggja enn óhreyfðir í Framkvæmdasjóði.

„Með stórauknum framlögum til þessa málaflokks á síðustu tveimur árum hafa stjórnvöld sýnt skýran vilja sinn til þess að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða á ferðamannastöðum landsins. Staða Framkvæmdasjóðsins sýnir hins vegar glögglega að skortur á fjármagni er ekki stærsta hindrunin í uppbyggingunni þar sem vel yfir helmingi verkefna sem úthlutað hefur verið til er enn ólokið,“ segir í tilkynningu Atvinnuvegaráðuneytisins .