*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 4. maí 2013 09:45

Um 121 milljón í biðlaun

Fráfarandi ráðherrar, þingmenn og aðstoðarmenn eiga rétt á biðlaunum sem nema 121 milljón.

Ritstjórn
Jóhanna Sigurðardóttir á rétt á sex mánaða biðlaunum en einnig á hún rétt á eftirlaunum og því óvíst hvort hún þiggur biðlaun.
Haraldur Guðjónsson

Þeir ráðherrar, þingmenn og aðstoðarmenn ráðherra sem nú láta af störfum eiga rétt á biðlaunum sem nema samtals rúmri 120 milljón króna. Allir þingmenn sem ýmist náðu ekki endurkjöri eða gáfu ekki kost á sér í nýafstöðnum kosningum, alls 27 talsins, eiga rétt á þriggja til sex mánaða biðlaunum. Þingfarakaupið er 630.025 krónur.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Í umfjöllun blaðsins segir að óvíst sé hvort allir nýi rétt sinn til biðlauna.

Fram kemur að Jóhanna Sigurðardóttir forsætirsráðherra eigi rétt á sex mánaða biðlaunum, eða tæplega 7,4 milljónum króna. Hún eigi hins vegar rétt á því að fara á eftirlaun og því óvíst hvort hún þiggur biðlaun. Aðrir ráðherrar sitja allir áfram á þingi en þeir eiga engu að síður rétt á biðlaunum vegna ráðherrahluta launanna, eða 482.581 krónu, í sex mánuði.

Aðstoðarmenn ráðherra, alls 11 talsins, eiga rétt á þriggja mánaða biðlaunum, eða rúmlega 2,1 milljón hver.

Stikkorð: Alþingi Biðlaun