Fjölbreytt úrval bóka af ólíkum efnisflokkum eru á fyrsta bókauppboði ársins á uppboðssíðunni www.uppbod.is. Í tilkynningu kemur fram að meðal bóka sem til sölu eru eru myndlistarbækur um Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson og bækurnar sem Franz Ponzi tók saman um Ísland á nítjándu öld- og um Ísland á átjándu öld en báðar bækurnar hafa verið ill- eða ófáanlegar.

Úrval er af sögubókum og bókum um sögu landsins og bækur með héraðslýsingum og einnig eru sjaldgæf verk í frumútgáfum eftir Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson.

Þá er á uppboðinu útgáfa af Gunnlaugs sögu Ormstungu sem út kom hjá Árna Magnússon nefndinni í Kaupmannahöfn 1775 og er bókin í upprunalegu bandi.