Búast má við um 1.500 blaðagreinum, 300 útvarpsþáttum og yfir 100 sjónvarpsþáttum eða innslögum um Ísland og íslenska menningu á árinu auk umfjöllun vefmiðla í Þýskalandi í tengslum við að Ísland er heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt.

Sjö þúsund sýnendur eru á bókasýningunni frá 100 löndum og yfir 300 þúsund manns koma á sýninguna ár hvert. Að auki verða fjölmargir menningarlegir viðburðir á dagskrá í Þýskalandi á árinu. Þetta kom fram í máli Halldórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra Bókasýningarinnar í Frankfurt, á aðalfundi Íslandsstofu.