Heildarvelta í Kauphöllinni nam tæpum 6,3 milljörðum króna í dag. Velta með hlutabréf nam tæpum 2,2 milljörðum og velta með skuldabréf ríflega 4,1 milljarði.

Á hlutabréfamarkaði var langmest velta með bréf í HB Granda eða 1.581 milljónar króna viðskipti. Bréf í fyrirtækinu hækkuðu um 2,15% í þessum viðskiptum. Næst mest viðskipti voru með bréf í N1 en þau námu 214 milljónum króna. Gengi bréfa í fyrirtækinu hækkuðu um 1,06%. Um 125 milljóna króna viðskipti voru með bréf Icelandair Group og lækkaða gengi bréfanna um 0,22%. Viðskipti með hlutabréf í Reginn námu 101 milljón króna og hækkaði gengi bréfanna um 0,52%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,41% og stóð í 1.386,99 stigum í lok dags.

Á skuldabréfamarkaði nam velta með óverðtryggð bréf ríflega 3 milljörðum króna og tæplega 1,1 milljarða velta var með verðtryggð bréf. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði lítillega. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2%.