Hluthafar í Baugi, tengdir aðilar og Kaldbakur fara með liðlega 80% hlut í Styrk en verið er að ráðstafa þeim 19% af hlutafé Styrks sem eftir standa.

Hluthafar Baugs og tengdir aðilar eiga 47,1% í Styrk Invest (áður BG Capital) og Kaldbakur, fjárfestingarfélag Samherja, á 33,6% hlut. Hagar, 101 Capital og Eignarhaldsfélagið ISP hafa samið við Baug Group um kaup á hluti í BG Capital, eignarhaldsfélagi Baugs.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands leggja Hagar, 101 Capital og Eignarhaldsfélagið ISP hluti sína í FL Group sem hlutafé í BG Capital. Eftir viðskiptin munu hluthafar Baugs Group eiga um 24% í Styrk, 101 Capital og eignarhaldsfélagið ISP 11,5% prósent og Hagar 11,6% í Styrk eða samtals um 47%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .