*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 19. júní 2016 13:10

Um 20 milljarða uppbygging við Laugaveg

Uppbygging Þingvangs við Laugaveg kostar á annan tug milljarða króna. Framkvæmdir Blómaþings kosta þrjá og hálfan milljarð til viðbótar.

Ólafur Heiðar Helgason
Kristinn Magnússon

Uppbygging á fjórum byggingareitum neðarlega við Laugaveg og Hverfisgötu kostar einhversstaðar í kringum 20 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaaðilum. Framkvæmdir standa yfir á þremur þessara reita og eru þar fyrirhugaðar samtals 170 íbúðir ásamt hótelum, verslunum og veitingastöðum.

Þingvangur ehf. á þrjá reiti milli Laugavegs og Hverfisgötu – Hljómalindarreit, Brynjureit og Vatnsstígsreit. Uppbygging er lengst komin á Hljómalindarreit, en þar er Hilton Canopy hótel í smíðum. Hótelið verður afhent eftir nokkrar vikur. Jafnframt er verið að byggja 26 íbúðir á reitnum ásamt verslunar- og þjónustuplássi.

Á miðjum reitnum verður stórt torg sem verður opið almenningi. Pálmar Harðarson, eigandi Þingvangs, segir að torgið muni væntanlega verða aðgengilegt í júlí. Hann segir að mikill áhugi hafi verið á verslunar- og þjónusturýmunum á reitnum og að reynt sé að gæta að fjölbreytninni. 66° Norður hefur opnað nýja verslun við Laugaveg og þá eru viðræður í gangi við veitingamenn um rekstur á reitnum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.