Gríðarleg velta hefur verið á skuldabréfamarkaði í dag. Veltan er mest með óverðtryggð bréf og nemur hún tæplega 18,5 milljörðum króna. Velta með verðtryggð bréf nemur 1489 milljónum króna.

Langmest velta er með óverðtryggð ríkisbréf í flokknum RIKB 22, en veltan nemur tæplega 4,8 milljörðum. Ávöxtunarkrafan lækkar um 10 punkta. Næstmest velta er með bréf í flokknum RIKB 20 og er nemur hún 3,87 milljörðum og lækkar ávöxtunarkrafan um 10 punkta.

Mest lækkar ávöxtunarkrafan á bréf í flokknum RIKB 15 en þar lækkar hún um 29 punkta. Ávöxtunarkrafan á bréf í flokknum RIKB 16 lækkar um 25 punkta.