Mikil gróska er í jólatónleikahaldi í ár. Við lauslega talningu Morgunblaðsins á miðasöluvefnum Midi.is er hægt að velja úr 20 tónleikum eins og er.  Þá eru ekki taldir með tónleikar kóra og minna þekktra tónlistarmanna í kirkjum og söfnuðum víða um land fyrir jólin.

Jakon Frímann Magnússon, formaður STEFs og miðborgarstjóri, segir að það hljóti að vera slegið nýtt met á hverju ári í jólatónleikahaldi. „Jólin eru nátengd tónlistarhefð og þó að það hafi verið bundið við ákveðna tegund tónlistar áður fyrr þá er jólatónlistin orðin mjög víðfeðm og hefur öðlast skemmtigildi,“ segir Jakob í samtali við Morgunblaðið.