Vinnumálastofnun bárust um 21.000 umsóknir frá um 2.200 umsækjendum í auglýst sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnulausa. Hver umsækjandi sótti því að jafnaði um hátt í 10 störf.

Störfin sem í boði eru koma til vegna átaksverkefnisins 856 Ný störf en ákveðið var að verja 250 milljónum úr atvinnuleysistryggingasjóði til að skapa  tímabundin störf fyrir námsmenn og var verkefnið í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitafélög. Yfir 2.000 störf bárust í þetta átaksverkefni, um 975 frá stofnunum ríkisins og um 1.100 frá sveitafélögum.

Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun segir að störfin séu til tveggja mánaða og spanni ýmis áhugaverð verkefni, rannsóknarvinnu af ýmsum toga, útvarpsgerð, gagnaskráningu og skjalavinnslu, og stígagerð.