Bandaríska hagkerfið stækkaði um 2,5% á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þessi hagvöxtur er minni en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir, en þó mun betri en 0,4% hagvöxturinn sem mældist á fjórða ársfjórðungi í fyrra.

Bjartasti punkturinn í tölunum í dag er 3,2% aukning einkaneyslu, en ríkisútgjöld drógust saman um 4,1%.

Þá kom stór hluti hagvaxtarins til vegna mikillar birgðaaukningar bandarískra bænda, en ef horft er framhjá áhrifum hennar var hagvöxturinn 1,5%.