Samgöngur til Vestmanneyja og aðgöngumiðar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum velta samtals rúmlega 240 milljónum króna, samkvæmt lauslegum útreikningum Viðskiptablaðsins. Um ellefu þúsund manns fara til eyja með Herjólfi frá síðasta miðvikudegi til næsta laugardags. Um 7500 manns ætla síðan að snúa aftur á meginlandið næsta mánudag og þriðjudag með sama hætti, samkvæmt upplýsingum frá Eimskipum.

Gert er ráð fyrir að gestir þjóðhátíðar verði um 2000 færri í ár en í fyrra. Þá var met slegið þegar gestir voru um 17 þúsund talsins. Miðaverð í forsölu var 14.900 krónur en er 16.900 annars. Ef 14 þúsund miðar seljast má áætla að miðasala velti rúmlega 200 milljónum.

Þá flýgur nokkur fjöldi gesta til eyja með Flugfélagi Íslands og Erni. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir fljúga en gera má ráð fyrir að þeir verði á biliun þúsund til 1500 með flugfélögunum tveimur.