Á nýliðnu ári barst Fiskistofu 267 meint brotamál til meðferðar. Algengustu brotin voru gegn lögum og reglum um vigtun og skráningu sjávarafla. Algengustu viðurlögin eru áminning og svipting veiðileyfa tímabundið ásamt afturköllun vigtaleyfis. Alls voru 28 mál kærð til lögreglu og nokkur mál eru til meðferðar hjá dómstólum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag sem fjallar um starfsemi Fiskistofu á síðasta ári. Haft er eftir Eyþóri Björnssyni, fiskistofustjóra, að þrátt fyrir niðurskurð telji hann eftirlit á fiskimiðum í kringum landið hafa verið viðunandi síðustu misseri.