Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq OMX hækkaði um 0,33% í dag og endaði í 1.368,86 stigum. Mest var hækkunin á gengi bréfa Nýherja, eða um 7,07%, en velta með bréfin nam aðeins 3,2 milljónum króna. Þá hækkaði gengi bréfa Marels um 0,90% og Haga um 0,60%. Gengi bréfa Regins lækkaði um 1,01%, HB Granda um 0,80% og Össurar um 0,47%.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag nam 2.792,7 milljónum króna og var veltan mest í viðskiptum með bréf Marels, eða fyrir rétt rúma tvo milljarða króna.