Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku, segir að samruni bankanna tveggja hafi gefið tækifæri til að styrkja áherslur og gera nauðsynlegar breytingar.

Hann segir að þegar hafi mikil hagræðing orðið í rekstri bankans frá sameiningu. „Starfsmönnum samstæðunnar, þ.e. Kviku, Júpíter og FÍ fasteignafélags eru nú um 30% færri en þeir voru um síðustu áramót. Þetta sýnir hversu samlegðaráhrifin voru mikil. Vissulega er alltaf missir að góðu fólki, samstarfsfólki sem maður hefur unnið með lengi, en bankinn stendur sterkari eftir.“ Hann segir að áfram verði unnið að kostnaðarhagræðingu innan bankans, en að hagræðing sem lúti að launaliðnum sé um garð gengin. „Við sjáum hins vegar frekari tækifæri til hagræðingar í kerfum innan bankans.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .