Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu nam 3.304 milljónum króna frá 12. júní til og með 18. júní síðastliðnum. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár Íslands .

Þetta er fyrsta vikan í langan tíma sem kaupsamningum er þinglýst hjá Sýslumanninum í Reykjavík, en hlé varð á þinglýsingum meðan verkfallsaðgerðir lögfræðinga hjá embættinu stóðu yfir.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á tímabilinu var 86, en þar af voru 65 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og sex samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á hvern samning var 38,4 milljónir króna.