Þrotabú Kaupþings hefur hafnað alls 3.313 milljarða króna kröfum. Af þeim hafa kröfuhafar mótmælt ákvörðun slitastjórnar upp á alls 2.619 milljarða króna. 694 milljarða kröfum hefur endanlega verið hafnað.

Þetta kemur fram í uppfærði kröfuhafaskýrslu Kaupþings. Alls nema kröfur í búið 6.196 milljörðum króna og hafa verið samþykktar kröfur upp á 351 milljarð króna. Enn er deilt um 2.535 milljarða króna kröfur.

Slitastjórn og skilanefnd uppfæra kröfuhafaskýrslu sína mánaðarlega.