Á síðustu tíu dögum ársins 2017 bárust ríkisskattstjóra fjöldi umsókna um að nýta séreignasparnað í íbúðakaup að því er Morgunblaðið greinir frá.  Um áramótin rann út umsóknarfrestur vegna íbúða sem keyptar voru fyrir 1. júlí 2017, og fór stofnunin í auglýsinga- og tölvupóstaherferð til að minna fólk á úrræðið og frestinn þegar leið á desembermánuð.

Skilaði herferðin því að um 3.500 umsóknir skiluðu sér í hús á síðustu tíu dögum ársins, en heildarfjöldi umsókna ársins eru um 4.600.  Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðstjóri atvinnurekstrarsviðs ríkisskattstjóra segir að á næstu dögum skýrist hversu margir gjaldgengir hafi gleymt að sækja um úrræðið.

Að hámarki má nýta hálfa milljón á ári til ráðstöfunar vegna kaupa á fyrstu íbúð, svo ef allir umsækjendur nýttu sér úrræðið til fulls má miða við að fjárhæðin nemi um 2,3 milljörðum króna.