Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi 2020 samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands . Á sama tíma voru um 198.700 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 1,3%.

Lausum störfum fækkaði um 300 ef milli fyrsta og annars ársfjórðungs ársins en hlutfall lausra starfa hélst óbreytt. Borið saman við annan ársfjórðung 2019 má sjá að nú voru 3.600 færri störf laus og lækkaði hlutfall lausra um 1,4%. S

Þegar fjöldi starfa er skoðaður eftir ársfjórðungum má sjá að á öðrum ársfjórðungi 2020 voru 27.200 færri störf mönnuð en á öðrum ársfjórðungi 2019. Jafnframt hefur fjöldi starfa aldrei verið lægri í starfaskráningu Hagstofunnar sem hófst á fyrsta ársfjórðungi 2019. Má hér líklega kenna áhrifa kórónaveirunnar á íslenskan vinnumarkað.