Gjaldeyriforði Seðlabankans nam um 942 milljörðum króna í lok apríl og lækkaði um 34,6 milljarða króna milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði, sem er reiknaður erlendar eignir að frádregnum skammtíma skuldum, nam um 512,6 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar.

Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna bankans og ríkissjóðs fyrir næstu tólf mánuði eru áætlaðar um 430 milljarðar króna, að því er greint er frá á vefsíðu Seðlabankans.