Aukin umsvif hjá Icelandair hafa kallað á fleiri starfsmenn. „Við erum nokkuð stoltir af því að geta sagt að við munum ná að fjölga heilum störfum frá árinu 2010 um 430 ef áætlanir ársins 2012 ganga eftir, og það nokkurn veginn í miðri kreppu,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.

„ Það er ekki lítið ef menn horfa á vinnumarkaðinn á Íslandi í heild sinni. Og 430 heilsársstörf þýðir að við værum þá að fjölga um 600 manns hjá okkur.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.