Um 4,5 milljónir Breta eru enn að greiða kreditkortaskuldir sínar frá síðustu jólum.

Þetta kom fram á vef breska blaðsins The Daily Telegraph í gærkvöldi

Samkvæmt heimildum blaðsins skuldar einn af hverjum tíu fullorðnum bretum, eða um 4,5 milljónir manna, enn kreditkortaskuldir eða yfirdráttarheimildir frá jólunum í fyrra en núna um helgina fer í hönd mesta jólaverslun á Bretlandi.

Að sögn Telegraph hafa sérfræðingar nokkrar áhyggjur af því að jólavertíðin nú valdi einstaklingum og fjölskyldum áhyggjum vegna þess efnahagsástands sem nú ríkir í heiminum.

Margir verslunareigendur hafa lækkað vörur sínar verulega fyrir helgina auk þess að vera með önnur tilboð. Samtök um fjármálaaðstoð hafa lýst yfir áhyggjum af því að neytendur láti til leiðast og eyði um efni fram á ný.