Gert er ráð fyrir að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu verði á bilinu 450 til 460 milljarðar króna í ár. Þetta kemur fram í vefsíðu Samtaka ferðaþjónustunnar.

Um 300 milljarðar eru vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands og á bilinu 150 til 160 milljarðar vegna sölu á fargjöldum til erlendra ferðamanna. Í fyrra námu gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustu 364 milljörðum eru þær því að aukast um 25% á milli ára. Árið 2012 námu gjaldeyristekjurnar 240 milljörðum og ef áætlanir standast fyrir þetta ár þýðir það að tekjurnar hafa aukist um 90% á fjórum árum.

Vegna þessarar miklu aukningar í gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu stefnir allt í að gjaldeyristekjur af þjónustu verði í heild á bilinu 600 til 610 milljarðar en tekjur af vöruútflutningi 520 til 530 milljarðar. Þetta er í fyrsta skiptið sem gjaldeyristekjur af þjónustu eru meiri en tekjur af vöruútflutningi.