*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 27. maí 2020 22:35

Um 50 missa vinnuna hjá Capacent

Óskað verður eftir gjaldþrotaskiptum á ráðgjafafyrirtækinu Capacent á morgun, en félagið sinnir ráðningum og stefnumótun.

Ritstjórn
Halldór Þorkellsson er framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi.
Aðsend mynd

Síðasti starfsdagur ráðgjafafyrirtækisins Capacent var í dag, og mun félagið óska eftir gjaldþrotaskiptum á morgun að því er Vísir greinir frá og Viðskiptablaðið hefur fengið staðfest.

Um fimmtíu starfsmenn hafa starfað hjá fyrirtækinu, meirihlutinn ráðgjafar við ráðningar og stefnumótun, en þeir eru sagðir hafa fengið að vita af rekstrarerfiðleikum félagsins fyrir tíu dögum síðan.

Capacent var upphaflega stofnað árið 1983 í Svíþjóð, en félagið hefur verið með skrifstofur þar í landi, hér og í Finnlandi.