*

mánudagur, 27. janúar 2020
Innlent 16. ágúst 2018 08:41

Um 57% leigusala eru einstaklingar

Í greiningu frá ÍLS kemur fram að fyrirtæki hafi aukið hlutdeild sína á meðan hlutdeild einstaklinga og fjármálastofnanna hefur dregist saman.

Ritstjórn
Samkvæmt gögnum sem Þjóðskrá Íslands birti á dögunum kemur fram að um 57% leigusala eru einstaklingar.
Aðsend mynd

Samkvæmt gögnum sem Þjóðskrá Íslands birti á dögunum kemur fram að um 57% leigusala eru einstaklingar. Þá eru fyrirtæki um 41% leigusala en fjármálastofnanir eru 2%. Þetta kemur fram á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. Gögnin byggðu á um 5.622 íbúðum sem öllum var þinglýst í júlí. 

Í greiningunni kemur jafnframt fram að fyrirtæki hafi aukið hlutdeild sína á meðan hlutdeild einstaklinga og fjármálastofnanna hefur dregist saman. Sem dæmi má nefna að fyrir 6 árum síðan var hlutur einstaklinga 74%. 

Vert er að hafa í huga að í úrvinnslunni var einungis unnið með þinglýsta leigusamninga á markaðnum. Leigusamingar þar sem herbergjafjöldi var ekki tilgreindur var einnig sleppt ásamt félagslegum íbúðum og einstaka herbergjum.