Staðan á vinnumarkaði er viðkvæm. Um síðustu mánaðamót losnuðu um um 80 samningar og eru langflestir þeirra enn lausir. Eftir tvær vikur, eða 30 apríl, verða um 60 kjarasamningar til viðbótar lausir og í sumar bætast 20 við.

Á meðal kjarasamninga sem losna eftir tvær vikur eru samningar Félags hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar krefjast tugprósenta launahækkunar og horfa til samninganna sem gerðir voru við lækna.

Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, sagði í samtali við Viðskiptablaðið fyrir nokkru að verkfall væri „alveg inni í myndinni“.