Heildarupphæð fyrirhugaðra fram­kvæmda opinberra aðila verður rúm­­lega 50 milljarðar króna á þessu ári. Er það um 60% samdráttur á framkvæmdum miðað við 2008 þegar upphæðin var 130 milljarðar og var um 24% aukning frá árinu 2007. Þetta kom fram á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins 13. febrúar síðastliðinn.

Mikil óvissa ríkir með fjölda fyrirhugaðra framkvæmda vegna erfiðleika við fjármögnun. Þar má nefna ríflega 20 milljarða króna Búðarhálsvirkjun sem komin er mjög langt á veg í undirbúningi. Sömu leiðis er óvissa ríkjandi varðandi virkjanaáform vegna álvers á Norðausturlandi og einnig varðandi virkjanaáform Hitaveitu Suðurnesja eða HS orku eins og félagið heitir í dag. Á sömu spýtu hanga áform Landsnets um víðtækar línulagnir á Reykjanesi að fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Helguvík.