Mun fleiri vilja að nýr Landspítali rísi á Vífilsstöðum en við Hringbraut, samkvæmt nýrri könnun sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið af Gallup.

Um 50,0% aðspurðra segjast vilja sjá spítalann á Vífilsstöðum, en 39,6% vilja að spítalinn verði við Hringbraut, þar sem hann er nú. Alls vilja ríflega 60% að spítali rísi annars staðar en við Hringbraut.

Vífilsstaðalausnin er mun vinsælli meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og eins hjá þeim sem myndu skila auðu í kosningum eða neita að gefa upp stjórnmálaskoðun sína. Hringbrautarlausnin nýtur hins vegar mests stuðnings hjá kjósendum Samfylkingar og Vinstri-grænna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .