Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur keypt alþjóðlega líftæknifyrirtækið Seagen. Kaupverðið nemur 43 milljörðum dollara eða um 6.100 milljörðum króna.

Samkvæmt Wall Street Journal er Pfizer, með kaupunum, helst að horfa til þróunar á krabbameinslyfjum en Seagen hefur orðið vel ágengt á því sviði.

Lyfjafyrirtækið Merck átti í viðræðum um kaup á Seagen í fyrra en þær runnu út í sandinn. Talið er víst að samkeppnisyfirvöld muni grandskoða viðskipti Pfizer og Seagen. Hlutabréf Seagen hækkuðu um 15% þegar tíðindin voru kunngjörð.