Kínverska tæknifyrirtækið Xiaomi tilkynnti um 68% söluaukningu á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Stærstur hluti af sölunni kemur frá sölu snjallsíma en um það bil tveir þriðju af heildarsölu fyrirtækisins kemur frá þeirri sölu. Sá hluti starfseminnar hefur vaxið um um það bil 59% og er sú aukning drifin áfram af stóraukinni sölu af handfrjálsum búnaði hjá fyrirtækinu.

Í örum vexti

Xiaomi er eitt af þeim snjallsímafyrirtækjum sem hefur vaxið hvað mest á undanförnum árum. Þessi mikli vöxtur hefur verið keyrður áfram af stækkun starfsstöðva fyrirtækisins.

Tæknifyrirtækið var skráð á markað í Hong Kong í síðasta mánuði en markaðsvirði þess hækkaði um 4,7 milljarða bandaríkjadollara við skráninguna.

Verð á hlut í fyrirtækinu lækkaði um 17 dollara en stjórnendur fyrirtækisins segja það hafa verið vegna viðskiptastríðs kínverja og bandaríkjamanna.