Útflutningstekjur Íslands af ferðaþjónustu verða 349 milljarðar króna í ár, samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans. Tekjurnar námu 276,4 milljörðum króna árið 2013 og næmi aukningin því 72,6 milljörðum króna á þremur árum. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Gústaf Steingrímsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir í samtali við Morgunblaðið að ef bankinn reynist sannspár muni ferðaþjónustan skila 45 milljörðum króna meiri gjaldeyristekjum á þessu ári en í fyrra,

Gústaf bendir á að á fyrri árshelmingi hafi útflutningstekjur ferðaþjónustunnar numið um 147,6 milljörðum króna, sem sé 15% meira en á sama tímabili í fyrra. Þá voru brottfarir frá Keflavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 28% fleiri en í fyrra.