Um 80% stjórnenda telja efnahagsaðstæður slæmar og 20% telja að þær séu hvorki góðar né slæmar. Könnun Capacent náði til stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins og var gerð í september sl.

Segir að þetta sé svipuð niðurstaða og í fyrri könnunum á árinu þar sem 80-90% svarenda hafa talið aðstæður í efnahagslífinu slæmar.

Þeim fer fækkandi sem telja að aðstæður verði betri eftir 6 mánuði. Um 20% svarenda sjá fram á betri tíma eftir 6 mánuði, en í júní sl. var hlutfallið 31%  Á hinn bóginn telja nú 29% að ástandið eigi eftir að versna samanborið við 28% í júní sl. Svartsýnin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

45% stjórnenda telja að aðstæður verði betri að ári liðnu samanborið við 53% í mars sl. Þetta er lakari niðurstaða en mælst hefur frá því fyrir efnahagshrunið haustið 2008.