Enn fjölgar störfum í Bandaríkjunum þótt fjölgunin sé minni en sérfræðingar höfðu reiknað með. Samkvæmt tölum sem birtar voru í dag fjölgaði störfum um 80 þúsund vestra í október en sérfræðingar höfðu reiknað með að um 95 þúsund ný stör yrðu til. Engu að síður vvoru viðbrögðin við tölunum strax jákvæð, að minnsta kosti ef marka mátti viðskipti með hlutabréf fyrir opnun markaðanna í Bandaríkjunum en verðið hækkaði nokkuð.

Atvinnuleysi er lítið breytt á milli mánaða, 9,0%. Tölur um atvinnuleysi í október hafa ekki verið birtar hér. Í september mældist 6,6% atvinnuleysi hér.

„Staðan á vinnumarkaðinum í Bandaríkjunum er enn slök en tölurnar benda hins vegar til þess að ástandið þar sé ekki eins slæmt og í Evrópu. Það er niðursveifla í mörgum löndum Evrópu en það er ekki ástæða til þess að ætla að sú sé raunin í Bandaríkjunum, sagði Bjørn-Roger Wilhelmsen aðalhagfræðingur hjá First Securities í samtali við e24.no.