*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 20. desember 2016 09:55

Um 8,4% atkvæða féllu dauð og ómerk

Af þeim 195.203 atkvæðum sem greidd voru í alþingiskosningunum nýttust 16.441 þeirra engum frambjóðanda.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Mikill munur var á kjörsókn fólks eftir aldri í alþingiskosningunum 29. október síðastliðinn. Var hún minnst meðal kjósenda 20-24 ára, eða 65,7% en mest hjá kjósendum 65-69 ára, 90,2%.

Á kjörskrá í kosningunum voru 246.542 eða 74,1% landsmanna, en af þeim greiddu 195.203 atkvæði, sem er um 79,2% kjósenda. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar.

Meiri kosningaþátttaka kvenna en meira framboð karla

Var kosningaþátttaka kvenna 79,5% en karla 78,8%, en 707 af 1.302 frambjóðendum voru karlar, eða 54,3% en konurnar í framboði í öllum 12 listunum sem boðnir voru fram voru 595, eða 45,7%.

Sama hlutfall kvenna var í þremur efstu sætum allra framboðslistanna. Af kjörnum þingmönnum voru 33 karlar eða 52,4% og 30 konur, eða 47,6%, sem er hæsta hlutfall kvenna sem hafa verið kjörnar á þing.

Tæplega 60% þingmanna stjórnendur, embættismenn eða sérfræðingar

Hlutfall þeirra sem kosnir voru á þing og teljast sérfræðingar samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar voru 40%, en 17% voru stjórnendur eða embættismenn.

Utankjörfundaratkvæði voru 31.558 eða 16.2% allra greiddra atkvæða, en í alþingiskosningunum 2013 var hlutfallið 16,6%. Gild atkvæði voru 189.648 sem eru 97,2% allra atkvæða, en auðir seðlar voru 4.874 eða 2,5%.

Aðrir ógildir seðlar voru 678 eða 0,3% en síðan fengu stjórnmálasamtök sem ekki náðu mönnum inn á þing samtals 10.889 atkvæði, sem samsvarar 5,7% gildra atkvæða.

Heildarfjöldi atkvæða sem féllu því dauð og ómerk í kosningunum voru því 16.441 sem samsvarar 8,4% þeirra.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is