Einungis 66 kílómetrar af þjóðvegakerfinu eru með meiri umferð en 10.000 bíla á sólarhring og langstærstur hluti vegakerfisins á Íslandi er skilgreindur sem umferðarlitlir vegir.

Akstur á landinu öllu, á þjóðvegakerfinu, jókst um 1,2 prósent árið 2012 miðað við árið á undan. Árið 2012 var hlaupár og því degi lengra og ef tekið er tillit til þess jókst aksturinn um 0,9 prósent, að því er segir í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar .

Umferð var reiknuð á tæplega 10 þúsund kílómetrum. Í alþóðlegum samanburði er umferð á íslenskum vegum lítil, en 85 prósent af vegakerfinu er skilgreint sem umferðarlitlir vegir.

Í fréttinni segir að oft sé talað um sérstöðu Íslands í hinu og þessu í samanburði við aðrar þjóðir. Hjá því verð iekki vikist að leiða hugann að því hvort það sé ekki enn ein sérstaða Íslands að vera með 85% af þjóðvegakerfinu undir því sem skilgreint er, skv. alþjóða stöðlum sem umferðarlitlir vegir en þá er árdagsumferðin minni er 500 bílar á sólarhring árið 2012.

Einungis 66 km af þjóðvegakerfinu eru með meiri umferð en 10.000 bíla sólarhring.