Stærstur hluti þeirra skuldabréfa sem íslenska ríkið situr uppi með vegna veðlánaviðskipta Seðlabanka Íslands voru útgefin af Landsbanka Íslands.

Alls tók ríkið yfir kröfur vegna veðlánaviðskiptanna að upphæð 285 milljarðar króna. Þar af voru bréf að andvirði 127 milljarða króna útgefin af Landsbankanum. Kaupþing gaf út bréf að andvirði 114,4 milljarða króna og Glitnir fyrir 43,4 milljarða króna.

Því rann 85 prósent af fénu sem Seðlabankinn dældi inn í íslensku viðskiptabanka þriggja í gegnum veðlánin til Landsbankans og Kaupþings. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um málið. Þessar tölur hafa aldrei áður verið gerðar opinberar.

Þegar bókfært tap íslenska ríkisins vegna veðlánaviðskipta Seðlabankans við Landsbankann, Kaupþing og Glitni í aðdraganda hrunsins er sem stendur stærsta einstaka fjárskuldbinding sem íslenska ríkið, og skattgreiðendur þess, hafa tekið á sig í kjölfar bankahrunsins.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í ítarlegri úttekt í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .