Ríkissafn Íslandssjóða hefur hlotið góðar viðtökur fjárfesta frá stofnun sjóðsins í byrjun desember, en sjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum með stuttan líftíma og innlánum fjármálastofnana.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka en rekstraraðili Ríkissafnsins er Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka.

Þá kemur fram að um eitt þúsund aðilar, bæði einstaklingar og fagfjárfestar, hafa fjárfest í sjóðnum fyrir rúma 6  milljarða króna.

Fjárfestingastefna Ríkissafnsins er að fjárfesta 70% af eignum í ríkisskuldabréfum og 30% í innlánum fjármálastofnana.  Heimilt er að auka vægi ríkisskuldabréfa upp í 100% og einnig er heimilt að auka vægi innlána í 50% og draga á móti úr vægi ríkisskuldabréfa.