Á árinu 2009 var seld þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna og keypt þjónusta frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna. Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna.

Hagstofan gaf í dag út niðurstöður um þjónustuviðskipti við útlönd eftir sundurliðuðum þjónustuflokkum og ríkjum. Er það í fyrsta skipti sem það er gert.

Mest var selt og keypt af samgöngu- og flutningaþjónustu. Af heildarútflutningu þjónustu nam sú þjónusta 44,5% af heildarútflutningi og 35,5% af innflutningi. Stærsti liður samgöngu- og flutningaþjónustu voru flugsamgöngur, eða 40,4% af heildarútflutningi og 21,6% af heildarinnflutningi.

Hlutur sölu á ferðaþjónustu er 24,2% af heildarþjónustuútflutningi og 27,6% af innflutningi.

Mikið innflutt frá Bandaríkjunum

60,4% af útfluttri þjónustu var selt til ríkja Evrópusambandsins og 57,9% af innfluttri þjónustu. Stærsta viðskiptaland í útflutningi á þjónustu árið 2009 var Bretland, um 12% af útfluttri þjónustu. Mest var innflutt af þjónustu frá Bandaríkjunum, eða 21,1% af heildarinnflutningi. Þó Bretland vegi mest af einstökum löndum hvað varðar selda þjónustu var halli á þjónustuviðskiptum við Bretland um 12,3 milljarða og halli á þjónustuviðskiptum við Bandaríkin var 22,8 milljarðar á árinu 2009.