Fjárhagsstaða um hálfrar milljóna Dana er nú orðin svo erfið að þeir segjast ekki munu geta borgað reikninga sína fari efnahagskreppan í Evrópu enn versnandi. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri könnun Analyse Danmark. Í henni svarar áttundi hver Dani á aldrinum 18-70 ára að það sé „mjög líklegt“ eða „líklegt“ að hann muni komast í þá stöðu að geta ekki staðið skil á föstum afborgunum ef efnahagskreppa skellur á Danmörku. Þá óttast fjórði hver Dani að hann kunni að missa vinnuna versni staða efnhagsmála til muna.