Alls greiddust 1.176.868 krónur upp í kröfur í þrotabú NG1 eignarhaldsfélag ehf. Félagið var eitt sinn í eigu Pálma Haraldssonar. Lýstar kröfur námu alls um 633 milljónum króna. Skiptum lauk 19. ágúst síðasliðinn en félagið var úrskurðað gjaldþrota 26. maí 2011.

Félagið hélt um hlutabréfaeign Pálma í olíufélaginu Skeljungi. Glitnir sölutryggði allt hlutaféð fyrir 8,7 milljarða króna í desember 2007. Í ágúst 2008, rúmu hálfu ári síðar, var 51 prósent af því hlutafé selt á um 1,5 milljarða króna, og var sölutrygging Glitnis mun hærri en endanlegt söluverð. Glitnir og Íslandsbanki töpuðu samtals um sex milljörðum á viðskiptunum, en hlutirnir voru seldir í tveimur hlutum árin 2008 og 2010.

Eignarhaldsfélagið NG1 hefur síðan síðla árs 2007 verið í eigu Glitnis og Íslandsbanka.

Eignir félagsins í árslok 2009, samkvæmt ársreikningi þess árs, námu 292 milljónum króna. Skuldir félagsins þá voru um 850 milljónir.