Í nóvember á síðasta ári tók gildi raforkusamningur milli Norðuráls á Grundartanga og Landsvirkjunar. Verðið í samningnum er beintengt verðinu á norræna raforkumarkaðnum Nordpool, en sökum lækkunar á þeim markaði kann Landsvirkjun að verða fyrir töluverðu tekjutapi.

Til marks um þá lækkun var meðalverð fyrir hverja megavattstund tæplega 39 evrur árið 2019 en í júní 2020 var verðið 3,15 evrur og því um 8% af meðalverði fyrra árs. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur slíka samninga ekki líklega til að verða algenga hjá Landsvirkjun í framtíðinni. Fremur munu samningar verða verðtryggðir þar sem upphafsverð miðast við markaðsaðstæður og kostnaðarverð Landsvirkjunar.

Sjá einnig: Lægra raforkuverð til framtíðar

„Við viljum almennt vera með verðtryggða samninga og þannig eru þeir flestir í dag. Ég á því síður von á að við tengjum raforkuverð okkar við norræna markaðinn. Hann hefur reynst sveiflukenndur sem hentar hvorugum aðila. Það er sama þróun og á erlendum mörkuðum, fyrirtæki sækjast eftir stöðugleika í langtímasamningum um raforku,“ segir Hörður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .