Íslandsbanki
Íslandsbanki
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi, segir það háð samþykki Allianz í Þýskalandi hvort umboðið fyrir tryggingafélagið fylgir með í kaupunum fáist samþykki eftirlitsaðila fyrir sameiningu Íslandsbanka og Byrs en síðarnefndi aðilinn hefur átt umboð Allianz á Íslandi undanfarin ár. Aðspurður segir Eyjólfur það samningsatriði hvers virði sjálft umboðið er. Hann segir kaup Íslandsbanka á Byr engin áhrif hafa á daglega starfsemi félagsins enda sé Allianz á Íslandi sjálfstætt félag með eigin kennitölu. Það telst þó hluti af samstæðu Byrs og hefur áhrif á samstæðuuppgjör bankans.