Þegar búið er að telja 90% atkvæða þá hafa bandamenn núverandi forseta og umbótasinna, Hassan Rouhani, unnið öll 30 þingsætin í Tehran, höfuðborg Íran, í þingkosningum þar í landi. Sá íhaldsmaður sem fékk flest atkvæði er í 31. sæti og kæmist ekki á þing. Þetta eru fyrstu kosningar í landinu síðan landið skrifaði undir samkomulag við vestrænar þjóðir  þar sem efnahagsþvingunum var aflétt af landinu.

Kosningar voru haldnar á föstudaginn til löggjafaþings Írans auk ráðgjafaráðs gæti valið arftaka núverandi æðstaklerks Íran. Núverandi æðstiklerkur, Ayatollah Khamenei er 76 ára gamall og hefur ekki verið heilsuhraustur undanfarið.

Kosningarnar styrktu stöðu forsetans, en svo virðist sem kjósendur hafi verið ánægðir með tilraunir hans til að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu.