Móðurfélag Alvogen í Lúxemborg og fjárfestingarfélagið Aztiq Pharma Partners hafa skuldbundið sig til að kaupa hvort um sig 2,5 milljónir af nýútgefnum hlutabréfum í Alvotech á genginu 10 dalir á hlut. Alls kaupa félögin því samtals fyrir 50 milljónir dala eða um 6,9 milljarða króna í íslenska líftæknifélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í gærkvöldi.

Kaupin eru hluti af uppgjörssamningi, sem skrifað var undir í gær, vegna hluthafalána Alvogen og Aztiq til Alvotech að fjárhæð 50 milljónir dala sem, sem framlengt var í febrúar og mars síðastliðnum.

Gengið í viðskiptunum samsvarar verðinu í útboðinu í aðdraganda skráningar Alvotech í gegnum sérhæfa yfirtökufélagið Oaktree Acquisition Corp. II. Hlutabréfaverð Alvotech stóð í 6,95 dölum á hlut við lokun bandaríska Nasdaq-markaðarins í gær eða um 30% undir útboðsgenginu.