?Umbreytinguna má túlka sem dóm Straums-Burðaráss yfir íslensku krónunni en bankinn telur greinilega að krónan hafi ekki burði til að styðja við framtíðaráform hans,? segir greiningardeild Glitnis.

En stjórn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hefur tekið þá ákvörðun að færa bókhald og semja ársreikning bankans í evrum frá og með 1. janúar 2007.

Greiningardeildin segir að áhrifin vera aðallega bókhaldsleg en fela í sér að náttúruleg gjaldeyrisáhætta fjárfestingarbankans minnki verulega.

?Þar sem meirihluti eigna bankans er nú í erlendri mynt munu sveiflur á gengi krónunnar ekki lengur hafa jafn sterk áhrif á virði efnahagsliða og á afkomu af erlendum starfstöðvum,? segir greiningardeildin.

Þá bendir hún á að það skipti íslenska sem erlenda fjárfesta miklu máli að hlutfá fjárfestingarbankans sé áfram skráð í íslenskum krónum, vegna gjaldeyrisáhættu af fjárfestingunni.

?Fylgi íslensku viðskiptabankarnir þrír eftir fordæmi Straums-Burðarás mun það hafa víðtæk áhrif á framtíð krónuna,? segir greiningardeildin.