Patricia Dunn
Patricia Dunn

Patricia Dunn, fyrrverandi stjórnarformaður bandaríska tæknifyrirtækisins Hewlett-Packard, lést á heimili sínu á sunnudag. Dunn, sem um skeið var ein af valdamestu konum Bandaríkjanna, varð að segja af sér árið 2006 eftir að í ljós kom að hún hafði látið njósna um aðra stjórnarmenn og háttsetta starfsmenn fyrirtækisins, látið hlera síma þeirra, skoðað tölvupóst þeirra og beitt öðrum vafasömum aðferðum til að koma í veg fyrir leka af stjórnarfundum fyrirtækisins til fyrirtækisins.

Hewlett-Packard lauk málinu á sínum tíma með því að samþykkja að greiða æðstu stjórnendum HP 14,5 milljónir dala, einn milljarð króna á þávirði, í sáttagreiðslu.

Samkvæmt umfjöllun bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times um Dunn þá dró hún sig í hlé úr kastljósi fjölmiðlanna eftir að hún sagði af sér sem stjórnarformaður HP.

Dunn var 58 ára að aldri en hafði glímt við krabbamein um átta ára skeið.