Margar viðskiptafléttur sem til umfjöllunar voru á árinu 2010 voru umdeildar. Viðskiptablaðið lagðist yfir flétturnar og birtir í nýjasta tölublaðinu, sem kom út í dag, lista yfir 10 umdeildustu viðskiptafléttur ársins sem áberandi voru á árinu. Um er að ræða margvísleg mál sem eru ólík að eðli og umfangi.

10. - Stím og Jakob Valgeir

Athafnamaðurinn Jakob Valgeir Flosason, sem fjallað er um á mörgum stöðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna lána til félaga í hans eigu bæði frá Glitni og Landsbankanum, hefur komist ágætlega af þrátt fyrir hrunið.

Félög í hans eigu, sem fengu lán fyrir hrun, standa flest hörmulega og hafa afskriftir numið tugum milljarða hjá skilanefndum Glitnis og Landsbankans. Meðal félaga sem fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til að kaupa hlutafé í bönkunum, sem Jakob Valgeir tengdist, var Stím sem átti bréf í Glitni og FL Group og er nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Eftir hrunið fékk Jakob Valgeir svo einn milljarð að láni, að því er kom fram í umfjöllun Kastljóssins, til þess að kaupa kvóta.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .